24. febrúar 2014

posted Feb 24, 2014, 3:18 PM by Jón Pétursson
Hollu lá mikið á að komast austur á föstudagskvöld þar sem búið var að boða kvenfélagsfund í Brúarlundi þá um kvöldið - hún er nú formlega orðinn gildur meðlimur í kvenfélaginu Lóu í Holta og Landsveit - til hamingju með það Holla!
Um hádegið á laugardag kom Maja í Skinnhúfu ásamt vinkonu sinni og fékk að klippa niður grannar víðigreinar sem hún ætlar að flétta í körfur - það verður gaman að sjá afraksturinn af því!

Maja á fullu við að klippa greinar

Það er ljótt að sjá hvernig snjórinn leikur trén þegar skaflarnir þiðna en merkilegt hvað þau þó þola

Hér eru allar neðstu greinarnar á furunni fastar í skaflinum sem rífur þær niður þegar hann þiðnar og sígur

Annars var leiðindaveður um helgina norðan rok og kuldi þannig að við nenntum nánast ekki neinu eins og reyndar var líka helgina þar áður en þá vorum við löglega afsökuð þar sem að Óli bróðir Nonna og Anna kona hans voru í heimsókn hjá okkur. 
Þau voru með hundinn sinn hann Ugga og Týr vinur hans fékk líka að koma með í sveitina.

Týr var voða skotinn í Myrku en hún var ekki alveg að fatta að hann hafði ekki áhuga á boltanum sem hún var með heldur einhverju allt öðru dónalegra.

Comments