24. apríl 2009

posted Apr 25, 2009, 2:53 AM by Jón Pétursson   [ updated Apr 25, 2009, 3:45 AM ]
Í dag vann Nonni aðeins í hestagerðinu og keyrði svo hlass í veginn heim að Mið-Setbergi, Holla fór hinsvegar í bæinn til að vinna fyrir fjölskyldunni.
Undir kvöld fórum við svo með hjónunum á Lækjarbotnum á sýninguna Ræktun 2009 í Ölfushöllinni þar sem fram komu yfir 100 hross, glæsileg sýning!  Á leiðinni á sýninguna komum við við í Grænhóli en Gunnar og Kristbjörg og hrossaræktarbúið Auðsholtshjálega voru með opið hús í tengslum við sýninguna og sumarkomuna, en þau hafa byggt glæsilega reiðhöll og innréttað hesthús í hlöðu og gamla fjósinu í Grænhóli.
 
Reiðhöllin og fjósið í Grænhóli sem búið er að innrétta sem hesthús
 
Á sýningunni kom fram í fyrsta skipti stóðhesturinn Hersveinn frá Lækjarbotnum sem er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Töru frá Lækjarbotnum, Hersveinn hefur verið í þjálfun hjá Danna í Pulu undanfarna mánuði og er stefnt með hann á keppnisvöllinn.  Hersveinn er pabbi hennar Herborgar frá Lækjarbotnum sem við eigum.
 

Hersveinn frá Lækarbotnum