Við ákváðum að vera í bænum um helgina þannig að Holla og Fanney fóru í hesthúsið okkar á Kjóavöllum og tóku góðan reiðtúr á laugardaginn. Nonni notaði tímann í Willysinn og er nú kominn af stað með að smíða í hann gólfið afturí. Við fórum svo á sunnudagsmorgun í brjáluðu roki og rigningu austur í Flagbjarnarholt til að kíkja á Þrumu sem er þar í tamningu hjá Hirti á Skeiðvöllum. Við tókum hestakerruna með og leyfðum einni meri frá Lækjarbotnum að fljóta með. Ekki horfði byrlega með veðrið til að byrja með en eftir kaffibolla hjá Guðlaugi á Botnum var farið að rofa til og þegar við svo hittum Hjört um tvöleitið var sólin farin að láta sjá sig en reynar svolítið hvasst ennþá. Hjörtur og Þruma - Hjörtur blessar yfir Hollu og Gulla sérlegan hrossaræktarráðunaut Landsveitar áður en lagt er í hann
Það er skemmst frá að segja að vel gengur með merina og hún að verða örugg á öllum gangi og alltaf að auka við ferðina á töltinu.
Hér er video sem við tókum við tilefnið
Þruma og Hjörtur í fantaformi
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >