22. september 2013

posted Sep 24, 2013, 5:13 PM by Jón Pétursson
Helgina 13-15. september komu Fanney og Elfa með okkur austur. 
Laugardagurinn var tekinn rólega, stelpurnar lærðu, Holla prjónaði og Nonni dundaði m.a. í Zetornum í skemmunni.

Systurnar Aníta og Hrafnhildur kíktu við á Nonna í skemmunni og fengu að prófa litla John Deere. 
Þær voru að taka upp kartöflur með mömmu og ömmu en gáfust svo upp á rigningunni

Á sunnudaginn skelltu stelpurnar sér í reiðtúr þrátt fyrir hífandi rok. Holla prófaði Þrumu, Fanney prófaði Herborgu og Elfa var á Lúkasi. 

Skvísurnar á jarpa genginu, Holla á Þrumu lengst til vinstri, Elfa á Lúkasi og Fanney á Herborgu hægra megin

Fanneyju gekk rosa vel með Herborgu sem hún var að prófa í fyrsta sinn en hún hafði ekki yfirferð á töltinu til að halda í við Þrumu og Lúkas fór því mest á stökki á eftir þeim.
Þetta var í fyrsta sinn sem Holla prófaði Þrumu og var hún vægast sagt ánægð. Þruma er hörkuviljug en samt meðfærileg og verður gaman að fylgjast með þeim stöllum þegar þær slípast saman.

Þruma og Holla þeysa yfir túnið

Um síðustu helgi fórum við á sunnudeginum og kíktum á meistara Gjafar þar sem hann er í merum í Hjallanesi. Hann hefur stækkað og þroskast heilmikið, hann er rólegur og yfirvegaður og í fínu standi fyrir veturinn - ótrúlega flottur foli miðað við að vera bara tveggja vetra.

 
Holla og Gjafar náðu vel saman

 
Gjafar frá Mið-Setbergi er undan Arnoddi frá Auðsholtshjálegu og Vímu frá Lækjarbotnum

Á laugadagskvöldinu var okkur boðið í afmællisveislu til Braga á Vindási - karlinn bara hress miðað við háan aldur.

Comments