Helgina 13-15. september komu Fanney og Elfa með okkur austur.
Laugardagurinn var tekinn rólega, stelpurnar lærðu, Holla prjónaði og Nonni dundaði m.a. í Zetornum í skemmunni.
![]() Systurnar Aníta og Hrafnhildur kíktu við á Nonna í skemmunni og fengu að prófa litla John Deere. Þær voru að taka upp kartöflur með mömmu og ömmu en gáfust svo upp á rigningunni
Á sunnudaginn skelltu stelpurnar sér í reiðtúr þrátt fyrir hífandi rok. Holla prófaði Þrumu, Fanney prófaði Herborgu og Elfa var á Lúkasi.
![]() Skvísurnar á jarpa genginu, Holla á Þrumu lengst til vinstri, Elfa á Lúkasi og Fanney á Herborgu hægra megin
Fanneyju gekk rosa vel með Herborgu sem hún var að prófa í fyrsta sinn en hún hafði ekki yfirferð á töltinu til að halda í við Þrumu og Lúkas fór því mest á stökki á eftir þeim.
Þetta var í fyrsta sinn sem Holla prófaði Þrumu og var hún vægast sagt ánægð. Þruma er hörkuviljug en samt meðfærileg og verður gaman að fylgjast með þeim stöllum þegar þær slípast saman.
![]() Þruma og Holla þeysa yfir túnið
Um síðustu helgi fórum við á sunnudeginum og kíktum á meistara Gjafar þar sem hann er í merum í Hjallanesi. Hann hefur stækkað og þroskast heilmikið, hann er rólegur og yfirvegaður og í fínu standi fyrir veturinn - ótrúlega flottur foli miðað við að vera bara tveggja vetra.
Holla og Gjafar náðu vel saman
Gjafar frá Mið-Setbergi er undan Arnoddi frá Auðsholtshjálegu og Vímu frá Lækjarbotnum Á laugadagskvöldinu var okkur boðið í afmællisveislu til Braga á Vindási - karlinn bara hress miðað við háan aldur.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >