22. nóvember 2012

posted Nov 23, 2012, 2:51 PM by Jón Pétursson
Helgin 10-11 nóvember fór aðallega í tiltekt í skemmunni og kláruðum við að hækka milliloftið og gengum frá dótinu ofan á loftið.
Við komum svo rúlluvélin inn fyrir veturinn. Einnig fórum við og bólusettum restina af gemsunum ásamt Möggu, Braga og Gumma.

Um síðustu helgi fóru Holla og Magga í að baka flatkökur og kleinur fyrir jólin og á meðan komu Nonni og Bragi hitaveitudælunni fyrir í hitaveituskúrnum og lögðu soglögnina frá henni niður í borholuna. Þá er bara eftir að tengja hana við lagnirnar heim á bæ og í rafmagn og byrja að dæla.

Hér er soglögnin framan við hitaveituskúrinn tilbúin til að fara niður í holuna

Um kvöldið prófuðum við saltkjötið sem við lögðum í fyrir hálfum mánuði og það smakkaðist svona líka vel hjá okkur og eftir matinn skelltu Holla Magga og Bragi sér á afmælistónleika Öðlinganna á Hvolsvelli.
Á sunnudaginn fórum við í að rífa undan hrossunum, Bragi kom sterkur inn og aðstoðaði okkur við það. Við prófuðum nýja hófastandinn sem Nonni datt um á útsölu hjá Jóni Bónda og virkar svona líka vel - hrossin standa eins og styttur og engin áreynsla á bakið. 
Við gróðursettum líka þrjú eplatré sem Guðmundur og Lóa í Heysholti gáfu okkur á flötina norðan við bústaðinn. Það hafðist þrátt fyrir frostið og þá kom sér vel að eiga góða stunguskóflu og þungan karl á hana.

Eplatrén - lengst til vinstri er Rubin, í miðið er Izbranica og Jamba hægra megin

Annars var bara legið í leti horft á sjónvarpið og prjónað þar til tími var kominn á að fara í bæinn.
Comments