22. mars 2013

posted Mar 22, 2013, 3:27 AM by Jón Pétursson
Síðustu tvær helgar hafa verið extra rólegar hjá okkur veðrið ekki skemmtilegt brunagaddur og rok. Holla hefur prjónað sokka með hestamyndum upp í pöntun frá Kötu á Skeiðvöllum og Nonni dundað í skemmunni. Magga á Vindási prjónaði nokkur stroff til að flýta fyrir Hollu. Við kíktum við í kaffisopa til Guðmundar og Lóu í Heysholti og renndum við á Lækjarbotnum í smá heimsókn. Heyrðum í Sigga Sig á föstudaginn hann er mjög ánægður með Þrumu segir hana eiga mjög góða punta og vel gangi hjá þeim. 
Við höfum reynt að vera snemma á ferðinni í bæinn á sunnudögum til að sinna hesthúsinu. Nonni hefur verið að vinna í Willysinum á kvöldin í vikunni og nú er að koma mynd á gripinn.

 
Karlinn hefur verið að dunda við að handsmíða þá boddýhluti sem verst voru farnir og nú er að verða komið að því að sjóða alla hluti saman

Willysinn er svokallaður landbúnaðarjeppi gerð CJ2a árgerð 1947 - helling af myndum af uppgerðinni er finna með því að smella hér.
Við erum spennt að komast í páskafrí það verður bara gott að komast í nokkra daga frá og ýmislegt sem bíður svo sem að koma vatninu á skemmuna klára millivegginn til að loka undir milliloftið, mála gólfið, setja upp ljós og hillur og fl.

Comments