22. maí 2011

posted May 21, 2011, 5:28 PM by Jón Pétursson
Þessi helgi fór að mestu í sauðburðinn sem er nú langt kominn, aðeins um 40 rollur eftir ef þær þá bera allar. Holla stóð vaktina á meðan Vindásbændur fóru í jarðaför og Gummi fór í vinnu á Laugaland.
Það byrjaði að gjósa í Grímsvötnum á laugardaginn, mökkurinn sést frá okkur í austurátt.
 
Gosmökkurinn úr Grímsvötnum vinstra megin á myndinni ber yfir Skarðsfjallið , Hekla sést hægra megin. - Á hinni myndinn sést gosið bera yfir bæinn Hvamm
 
Hér eru nokkrar myndir af litlu sætu lömbunum 
 
Gulla með dæturnar Mánadís og Sóldís 
 
Bitið í nálægð Heklu - á hinni myndinni er fallega botnótt lamb 
 
Nonni kláraði að setja stóra Dýrið saman sem nú er orðinn klár í vorverkin.
Við fórum snemma í bæinn á sunnudag því hún Fanney okkar er að útskrifast úr almennri hönnun og ætlar að hafa kaffisamsæti síðdegis - til hamingju Fanney!
 
Comments