Við fórum austur á laugardag og pökkuðum og gengum frá hangikjötinu sem Gummi og Bragi á Vindási reyktu fyrir okkur. Fórum svo og tókum saman útihúsgögnin sem enn voru úti við bústaðinn svo ekki yrði tjón af ef það færi nú að fjúka og gengum líka betur frá í skemmunni. Eftir kvöldmat á Vindási lögðum við af stað heim á leið og komum við á Botnum og tókum þar líka hangikjöt sem þau voru að senda í bæinn.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >