Nú átti að taka rólega helgi, Pétur var að vinna þannig að hjúin fórum bara tvö austur. Við tókum með okkur innréttingu í benzann sem Pétur hafið fest kaup á í vikunni, en sú sem var í honum var bæði þreytt og brúni liturinn passaði illa með nýja litnum á bílnum.
Á laugardaginn fórum við í benzann en það þurfti að losa eina nokkra skemmda bolta svo hægt yrði að koma honum aftur saman og svo þurfti líka að sprauta líka Tectyl ryðvarnarefni inn í frambrettin áður en þau yrðu sett á. Nonni fór svo seinnipartinn með Gulla á Botnum að flytja bleikju úr Laugunum í ker á Lækjarbotnum en þá vildi svo illa til að það kláraðist af súrefniskútnum en með honum er hægt að flytja miklu meira magn í hverri ferð og svo er hann líka með til öryggis ef bíllinn klikkaði á leiðinn. Þeir redduðu því með því að koma við hjá Hannesi í Þúfu og fá lánaðan súrefniskút. Gulli og Siggi héldu svo áfram að keyra allan sunnudaginn.
Sunnudaginn byrjuðum við snemma úti á Vindási, rollunum var smalað inn í hlöðu og einar þrjátíu valdar frá og verða þær tappaðar um næstu helgi og svo sæddar um miðjan desember. Í þetta sinn var Fjárvís bókhaldið notað til að vísindalegaa velja þær rollur sem skilað hafa bestu lömbunum á síðustu árum, það verður gaman að sjá hvort það skilar sér svo í ennþá betri lömbum næsta haust. Holla og Magga fóru svo í að baka flatkökur en Nonni fór í að ganga frá rúllu- og pökkunarvélinni í vetrargeymslu inn í skemmu.
Rakstrarvélin sem við fengum í Heysholti komin út úr skemmunni svo pláss sé fyrir heyvinnuvélarnar, hún verður héðan af ekki tekin í gegn fyrr en næsta sumar
Um kvöldmat var svo brunað í bæinn.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >