Við vorum vakin í sveitinni með símtali og fréttum um að eldgos hefði hafist eftir miðnættið í Eyjafjallajökli.
Við litum strax út og sjáum bjarma á himni í suðurátt en verðum ekki vör við neitt öskufall.
Næst keyrðum við upp á Flagbjarnarholtið til að athuga hvort þaðan sæist betur til gossins en þar var lítið meira að sjá.
Þessi mynd er fengin að láni af moggavefnum og er tekin af Katrínu Möller
Hér er slóð í vefmyndavél sem beint er að Heklu en hefur verið snúið að gosinu http://www.ruv.is/hekla og vél sem beint er að Kötlu http://www.ruv.is/katla
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >