Nonni var í fríi síðustu viku og nú var tekið vel á því. Hann smurði stóra John Deere og fór svo og tætti 6 hektara einu sinni og 4 hektara tvisvar, til stendur að sjá káli í tvo hektara og grasfræi í fjóra. Hann fór líka með gröfuna inn í skemmu og smurði hana, gerði við pústið og ýmisleg annað smávægilegt og þá er bara eftir að skipta um þéttingar í glussatjakk sem lekur aðeins og verður hún þá klár í næsta slag sem er lagnaskurðurinn frá borholunni upp á Vindás Sauðburður hefur verið í fullum gangi og flestar fullorðnar bornar en gemsarnir ætla að láta bíða aðeins eftir sér en það er samt einn og einn borinn.
![]() ![]() Hér er Tóta með flekkótt og botnótt lamb - á hinni myndinni er móflekkótt gimbur undan gemsanum Sóldísi sem sjá má í síðustu dagbókarfærslu ![]() Mánadís sem er systir Sóldísar bar móflekkóttri gimbur sem alveg eins og mamman Við kíktum niður í Neðra-Sel í vikunni til að taka stöðuna á Þrumu en það var lítið að skoða útaf roki. Í samráði við Jóa var ákveðið að fara með hana í byggingadóm á Hellu en geyma að fara með hana í hæfileikadóm fram á haust eða næsta vor það er að segja ef byggingin verður góð. Hún er klárhryssa og Jói segir hana hafa allar gangtegundir mjög góðar en skorti ennþá jafnvægi til að það borgi sig að fara með hana í dóm.
![]() Þruma og Hjörtur tamningamaður í Neðra-Seli
Gulli reddaði okkur plássi í hagabeit fyrir Gjafar hjá Palla í Fossi í sumar og fórum við með hann ásamt einum titt frá Lækjarbotnum og slepptum þeim í hólfið - það verður spennandi að fylgjast með honum þroskast fram á haust en stykkið er neðan við Laugaland við Landveginn á leiðinni í sveitina þannig að það verður auðvelt að fylgjast með honum þegar við erum á ferðinni. Það er búið að vera þurrt og norðanrok í vikunni og öskuský liggur nú yfir öllu. ![]() ![]() Það var ekki mikið útsýnið frá Mið-Setbergi - öskuskýið huldi allt Tíminn er allt of fljótur að líða þegar nóg er að gera búnar tvær vikur af fríinu hjá Hollu en lítið verið gert af því sem átti að dunda við meðfram sauðburðinum, kannski ekki að furða því hún er að stússa í kindunum frá því snemma á morgnanna fram á miðnætti.
Kerra er komin að köstun og er hún vöktuð þessa dagana - vonandi fáum við hryssu undan henni og Kóral. |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >