Við skruppum austur eftir hádegið í dag til að sækja okkur hey, við festum Fordin náttúrulega strax eftir að við komum inn á afleggjaranum að Minni-Völlum af Landveginum og urðum að ganga þessa 3km í gegnum skafla heim að Vindási til að sækja traktorinn og svo moka okkur til baka til að kippa bílnum upp. Við vorum að þessu fram í myrkur en kíktum samt inn í Mið-Setberg á traktornum og þar var lautin framan við húsið smekkfull af snjó eins og venjulega og gáfumst við upp við að moka þegar skaflinn náði upp á rúðu á traktornum og óðum skaflana upp í klof heima að húsinu. Það vill til að maður er í "topp formi" annars hefði maður ekki boðið í þetta basl, en eftir heita súpu niðri á Lækjarbotnum vorum við aftur til í hvað sem er - takk Nína og Gulli!
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >