20. september 2009

posted Sep 20, 2009, 12:29 PM by Jón Pétursson
Fórum austur að vanda á föstudagskvöld og komum við á Lækjarbotnum og skiluðum Þórhalli og fengum sögur vikunnar.
 
Á laugardagsmorgun fór Nonni út í skemmu og sagaði niður efni og sauð svo saman ryðfría palla  undir klakavélina og viktina í fiskvinnsluna á Botnum. Um morguninn hafði Valli í Flagveltu samband og fékk Nonna til að slétta veginn sem liggur vestur að á með með heflinum góða. Fyrst hefillinn var komin aftan í Dýrið rúllaði hann yfir Vörðuveginn í leiðinni og nú er allt orðið slétt sem malbik.
Um kvöldið var farið að Vindási og næsta helgi plönuð í þaula, þ.e. smölun og flokkun á fénu - nú að fara að setja í sláturhús - ekki er laust við að maður sé pínu spenntur að sjá hvernig sæðingalömbin koma til baka úr haganum.
Holla og Pétur dunduðu sér við að taka upp kartöflurnar sem settar voru niður þetta árið, bara ágætis uppskera miðað við hvað við settum seint niður.
 
Sunnudagsmorguninn var tekinn snemma og lagst ú fyrir gæs en ekki vildu þær tálbeiturnar okkar og tóku stefnuna yfir á næsta bæ, það lá bara ein úr þessum túr.
 
 
Holla sótti einu gæsina sem kom í færi - svo er verið að tala um að það vanti veiðihund???
 
Dagurinn var annars tekinn rólega, frágangur og tiltekt í skemmunni og svo pokuðum við kartöflunum.
 
Comments