20. nóvember 2013

posted Nov 20, 2013, 12:25 PM by Jón Pétursson
Helgina 8. -11. nóvember gerðum við kjötfars sem heppnaðist líka bara svo vel - við erum loks komin með uppskrift sem okkur líkar við. Við kláruðum einnig að saga niður frampartana sem eftir voru.
Á sunnudagsmorgun renndum niður að Lækjartúni en Holla var búin að semja við Huldu að fá nokkur reifi af mislitu fé í spunann. 


Mislita féð rúið í fjárhúsinu á Lækjartúni

Það var svo snarvitlaust veður á sunnudeginum og fór seinniparturinn í að koma kerrum og dóti í skjól síðan var bara að bíða þar til hann lægði áður en við lögðum í bæinn. 

Síðustu helgi stúkuðum við af inniaðstöðuna í stóra fjárhúsinu fyrir hrossin á laugardeginum. 
Um kvöldið hélt nýja kjötvinnslan Hellisbúinn Hrossablót í Brúarlundi, skemmtilegt framtak hjá þeim Önnu og Eið í Hrólfsstaðahelli. Húsfyllir var um 150 manns frábær matur og góð skemmtun í alla staði. Allar mögulegar útfærslur af hrossakjöti voru í boði, nýtt, saltað, reykt, grafið, bjúgu og hinar ómissandi skræður (hamsar).


Sunneva Eiðsdóttir sá um veisluna ásamt Önnu - Beggi frá Minni-Völlum var veislustjóri og Eiður og Birgir Hólm í Neðra-Seli sáu um sönginn

Á sunnudeginum sóttum við Gjafar í Hjallanes og slepptum honum í tittagirðinguna hjá Guðlaugi, sóttum síðan Von okkar og Viðju hans Gumma og keyrðum þær heim í hagann á Vindási. 
 

Púki frá Lækjarbotnum 5 vetra tók á móti Gjafari 2 vetra í tittagirðingunnin við Þúfu - allt friðsamlegt enda voru þeir saman í girðingu á síðasta vetri


Það þurfti nú að eins að hlaupa um og skvetta sér - svaka fjör!

Eftir hádegi bakaði Holla flatkökur fyrir jólin með Möggu en Nonni dundaði í skemmunni. Veðrið var dásamlegt allt hvítt logn og -10° þvílíkt fallegt. 

Snjór yfir öllu í Mið-Setbergi

Við sóttum okkur smá hrossasaltkjöt í fötu til Eiðs og fengum einn kaffibolla á Lækjarbotnum á leiðinni í bæinn.
Comments