Í gær fórum við með trippin okkar Von og Þrumu ásamt Garpi niður á Lækjarbotna þar sem þau fá að vera í einhvern tíma en ætlunin er að venja Von undan Kerru, Þruma fór með henni til samlætis og Garpur verður með reiðhestunum fram á sunnudag. Við fórum líka með Kerru í járningu til Eiðs.
Í dag náðum við að fara langt með að mála handriðið, það klárast vonandi á morgun ef veðrið helst áfram gott.
Holla málar handriðið
Eftir hádegið fór Nonni með Gulla og Sigga á Lækjarbotnum og Valla í Flagbjarnarholti og keyrðu þeir vikri í þá tvo kílómetra sem voru eftir af reiðveginum sem Páll á Galtalæk hafði tætt og við grjóthreinsuðum í vikunni. Vegurinn er þá tilbúinn á milli Árbæjarvegar og og Minni-Vallalækjar við Brúarlund eða rúmir fjórir kílómetrar.
Gulli mokar á vagninn hjá Valla og Siggi og Nonni að leggja út vikurinn
Holla og Þórunn skelltu sér í reiðtúr á meðan karlarnir lögðu út vikurinn og fóru á þrjá hesta hvor
|