20. júlí 2009

posted Jul 20, 2009, 2:23 AM by Jón Pétursson
Þessa helgi byrjuðum við á því að smala hagana á Vindási á föstudeginum til að gera klárt fyrir rúning á laugardeginum.
 
Nonna tókst að keyra gamla fjórhjólið á kaf í drullu í smöluninni
 
Sigga systir Nonna kom frá Skotlandi í vikunni með Jan manni sínum, Eddu dóttur sinni og Bob kærasta hennar. Þau smelltu sér með í rúninginn og höfðu bara gaman af, einnig mættu frá okkur Fanney, Pétur, Guðrún og Árni. Einnig kom aukafólk með hjónunum á Vindási þannig að á tíma voru rúmlega tuttugu manns við verkið sem veitti ekki af við að rýja 200 stykki. Við náðum að klára þetta á átta tímum með tímanum sem fór í að smala úr túnunum og inn í fjárhús og gefa ormalyf og var ekki laust við að menn væru heldur dasaðir að því loknu.  Hér eru nokkrar myndir úr rúningum

 

Eftir rúningin var eldað hangikjöt ofan í mannskapinn 
 
Sunnudagurinn fór að mestu í hvíld en við fórum samt og náðum í fjórhjólið út í mýri og flokkuðum svo einar 10.000 bleikjur með Lækjarbotnafólkinu svona til að ná úr okkur harðsperrunum
 
Comments