20. febrúar 2013

posted Feb 20, 2013, 4:00 PM by Jón Pétursson
Við vorum seint á ferðinni á föstudagskvöldi þar sem þurfti að sinna hestunum áður en lagt var af stað úr bænum. Við komum við á Botnum í smá sopa áður en við fórum í bústað. 
Billi var borinn til grafar frá Skarðskirkju á laugardaginn og erfidrykkjan haldin á Laugalandi. 

Svona man maður Billa best - á harða spretti á einum af brúnu fákunum sínum

Eftir jarðaförina og smá tiltekt í bústaðnum prjónað og kúrt yfir sjónvarpinu enda leiðindaveður rok og rigning. 
Á sunnudaginn var verðrið gengið niður um hádegið og þá renndum við í Hrólfsstaðahelli og Nonni mældi út fyrir landskika fyrir Sigga og Sunnevu, hann er að vinna deiliskipulag á jörðina. 
Renndum síðan í bæinn beint í hesthúsið að moka og sinna Garp og Lúkasi - úff þessar helgar eru allt of fljótar að líða.
Comments