20. febrúar 2011

posted Feb 20, 2011, 12:49 PM by Jón Pétursson
Við fórum austur seinnipart á föstudag.  Við notuðum kvöldið m.a. í smíðar á svefnloftinu og héldum svo áfram með það á laugardagsmorgun. Eitthvað hefur nú gengið á í rokinu í síðustu viku en þá hefur eitthvað fokið á vindmælinn á verðurstöðinni okkar og brotið hann - það er því lítið að marka vindmælingar þar til að búið er að laga hann.
Við fórum svo í fjárhúsið og kíktum á kindurnar og hestana og Nonni athugaði hvort ryðolían hefði losað mótorinn á Ford 3000 traktornum en það var ekki svo gott þannig að hann sprautaði meiri olíu í cylindrana.
 
Gibburnar hennar Gullu og Myrka hjá Hollu - Á hinni myndinni sést vindmælirinn í maski, á hann vantar bæði stélið sem mælir vindstefnu og tvo arma sem mæla vindhraðann
 
Við fórum svo í kaffi á Vindási og eftir það fórum við í bæinn til að sjá sýningu sem Fanney okkar tók þátt í en hún og skólafélagar hennar voru að sýna lokaverkefnin. 
Á sunnudaginn fórum við í skírnarveislu til Helgu og Kjarra en þau voru að skíra litla guttann, hann fékk nafnið Helgi Páll - til hamingju með það! 
 
 
 
Comments