1. nóvember 2010

posted Nov 1, 2010, 2:46 PM by Jón Pétursson   [ updated Nov 5, 2010, 3:10 AM ]
Við fórum austur á laugardagsmorgun eftir að hafa verið boðið í rosa veislu hjá hestamannafélaginu Andvara á föstudagskvöldinu, þetta er árleg veisla þar sem þeim sem starfað hafa fyrir félagið er boðið upp á mat og drykk og skemmtun á eftir.
Nonni og Gulli höfðu planað að fara á námskeið á Hvanneyri á laugardaginn en því var frestað um viku vegna verðurs, Holla ætlaði á árshátíð hjá vinnunni á laugardagskvöldinu en fórnaði því og fórum við í að hjálpa Pétri að gera benzann klárann fyrir sprautun sem hafðist þannig að um næstu helgi er stefnt á að sprauta gripinn - nú er bara höfðuverkurinn hjá drengnum að velja lit á gripinn.
Comments