1. nóvember 2009

posted Nov 1, 2009, 3:23 AM by Jón Pétursson
Á laugardaginn fórum við í að saga niður og vakúmpakka frampörtunum, að því loknu fóru Holla, Magga og Stína á Vindási í að sjóða niður kæfu. 
 
Gummi sagar niður frampartana og Holla fylgist með að allt sé nú rétt gert.
 
Þá fórum við með Sigga og Þórunni á Lækjarbotnum til að ákveða stað fyrir sumarbústaðinn sem þau voru að kaupa og er nú staðsettur í Sumarliðabæ. Ákveðinn var staður við lækinn sunnan við Lækjarbotnabæinn.
 
Á sunnudag kíktum við á hestana okkar og hafast þeir vel við - ekki vottar fyrir hnjúskum. Abel er nú aftur kominn í hópinn en Siggi Matt skutlaði honum austur á föstudag.
 
Holla klappar Þrumu og Lúkasi
 
Við fórum einnig með Vindásbændum í að draga frá rollur sem eiga að fara í slátrun eftir helgi og taka hrútana frá og koma þeim í sér stíur.  
 
 
Lambhrútarnir voru settir saman í stíu, flekkótti hrúturinn sem er fremstur á fyrri myndinni er Orri sem er hreinræktaður forystuhrútur sem við eigum og gráa hrútinn keyptum við frá Austvaðsholti um síðustu helgi - botnótti hrúturinn er reyndar líka frá okkur en við erum búin að ákveða að gelda hann þar sem hann mældist ekki nógu vel í ómskoðuninni um daginn svo er hann líka með galla sem kallaður er trjóna en þá skagar efri kjálkinn of langt fram yfir þann neðri þannig að hann verður settur í sauðahangikjöt á næstu jólum.
Orra ætlum við að gelda líka og spekja hann svo með méli og gælum í vetur og prófa svo hvort ekki verður hægt að nýta forystuhæfileikana í smölun næsta sumar. Skemmtilegan fróðleik um forystufé má finna hér
 
 
Comments