1. mars 2010

posted Mar 2, 2010, 2:18 PM by Jón Pétursson   [ updated Mar 2, 2010, 2:49 PM ]
Það var fínt veður í sveitinni um helgina, þar hefur ekki snjóað neitt í líkingu við það sem hefur snjóað í bænum og á Selfossi - ferlega spælandi fyirr Nonna sem hefur ekkert fengið að nota traktorinn á skaflana!  
Nonni fór í að setja upp og tengja nýju þriggja fasa rafmagnstöflurnar í útihúsin á Vindási ásamt Braga bónda þessa helgi. Pétur hélt áfram að vinna benzann undir sprautun og Holla tók törn með Möggu og Gumma í að baka einar 350 flatkökur og prjónaði nýja hestapeysu úr léttlopa svo eins og óð manneskja. Í alla staði fín helgi en allt of stutt eins og venjulega...
 
 
Comments