Jæja þá kom að því að ritstíflan brast og hér koma nokkrar dagbókarfærslur úr sarpinum:
var rólegheitar helgi, ullarspuni í Brúarlundi á laugardeginum hjá Hollu og vinkonum hennar og Nonni dundaði í skemmunni.
Á sunnudeginum tókum við saman hestadótið og fengu Garpur, Kerra og Lúkas að koma með í bæinn.
Við byrjuðum á að fara með þau í Helli í járningu en þar bættist Aska í hópinn en hana fengum við lánaða fyrir Rakel í vetur.
Eiður hamast við að járna Garp en Holla stjórnar og lætur um leið vel að kettlingnum í Helli
Holla fór í spuna og Nonni dundaði í skemmunni. Við fórum til baka á laugardagskvöldið þar sem Rakel var á hestanámskeiði á sunnudeginum og vantaði hestinn í bæinn fyrir það.
Helgin 28-30. mars.
Fórum við austur á föstudagskvöldi og enn einu sinni þurftum við að moka okkur inn í bústað, merkilegt hvað allur snjór í Landsveitinni virðist safnast í skóginn hjá okkur.
Moka moka moka....
Holla fór í spuna á laugardeginum
Flottar spunakonur í Brúarlundi
Nonni vann í Zetor sem er að verða nokkuð góður, allur búnaður virkar núna og næst er að hressa upp á ljósabúnaðinn og útlitið.
Holla kíkti seinnipartinn í Helli en sauðburður byrjaði mjög snemma þetta árið hjá þeim allt fullt af lömbum bornar nær 30 ær - ekki leiðinlegt að fá smá lambaknús já og ekki er verra að tíkurnar hjá þeim eru allar að koma með hvolpa.
Holla fékk að knúsa splunkunýja hvolpa úr fyrsta gotinu af þremur.

Tína með sína hvolpa og á hinni myndinni er Rán komin með hvolpa líka

Ææææi þessi er voða sætur - eins og reynar allir hvolpar
og ekki eru lömbin minna sæt
Helgin 4-6. apríl.
Nonni byrjaði að gera klárt í skemmunni til að taka inn stóra John Deere í yfirhalningu sem ætlunin er að byrja á um páskana. Hann lagaði frambeislið á Zetor þannig að nú er þægilegt að nota hann til að skottast með rúlluvélina inn og út úr skemmunni.
Á sunnudeginum settum við lúsarlyf í Krók og Tímon með Vindásliðinu en þeir voru ekki á því að láta sprauta sig í haust. Fórum svo snemma í bæinn til að sinna hesthúsinu.
Helgin 12-13 apríl.
Fórum austur seint á föstudagskvöldinu beint í bústaðinn, á laugardeginum var síðasti spuninn þennan vetur og mátti Holla alls ekki missa af því.
Um kvöldið kíktum við á Stóðhestaveisluna fórum í bæinn efttir hana. Sáum marga flotta hesta sem gaman væri að halda undir.
Páskahelgin 19-21. apríl var tekin með trompi fórum austur með Ösku og Þrumu fengum að stinga þeim inn í Helli yfir páskana, svo Holla gæti skellt sér í reiðtúr. það var ansi hvasst um páskana þannig að ekki varð jafn mikið úr útreiðum og ætlað var.
Við sprautuðum og flokkuðum féð á Vindási
Gemsar og gamlar rollur eru hafðar í fjárhúsinu heima á Vindási en yngri rollur verða í gamla fjárhúsinu niðri við Þjórsá.
Við fórum í skoðunarferðir milli bæja, sáum kiðlinga og kanínuunga á Lækjarbotnum og fullt af hvolpum í Helli.
Holla með kiðling og hvolparinir í Helli stækka hratt
Nonni fór í það að rífa stóra John Deere sem er heilmikið mál eins og sjá má á myndunum enda Dýrið engin smásmíði
Búið að rífa húsið af vélinni til að komast að gírkassanum
Holla reif kubbana undan nokkrum vörubrettum, brettin verða svo notuð í hlið í burðarstíum í fjárhúsinu við skemmuna
Holla og Myrka gáfu sér tíma frá stíusmíði og sníktu sér kaffi í skemmunni
Á mánudeginum annan í páskum fórum við með Gjafar í Holtsmúla í smá leikskóla það verður gaman að sjá hvernig Magga Lár líst á hann. Sóttum Abel í hagann og fékk Holla hann járnaðan en hann verður í bænum fram að sleppingu en Aska fær að fara í hagann fram að hestaferðum hjá þeim.
Helgina 26-27. apríl skelltum við okkur austur í skottúr, tókum með fleiri vörubretti sem við ætlum að nota til að útbúa burðarstíur í fjárhúsinu.
Við kláruðum að rífa Dýrið til að sjá hvaða varahluti við þurfum að panta. Þegar búið var að rífa ofan af gírkassanum kom í ljós að öxull sem skiptir á milli áfram og afturábak var brotinn sem voru góðar fréttir því það er hægt að skipta um hann án þess að splitta traktornum í sundur við gírkassann og rífa kassann í spað.

Öxullinn er brotinn í tvennt og farinn að klofna eftir miðjunni líka eins og sést á myndinni, ekki skrítið að erfiðlega gengi að skipta milli áfram og afturábak.
Holla bakaði nokkrar flatkökur með Möggu síðan brunuðum við snemma í bæinn til að sinna hesthúsinu.
Helgina 3-4 maí fórum við í það að útbúa burðarstíur úr vörubrettum í fjárhúsinu við skemmuna.
Hér erum við að klára nokkrar stíur í gamla fjárhúsið
Nú er að koma í ljós að snjórinn í vetur hefur náð að skemma þó nokkuð af trjám hjá okkur í Mið-Setbergi, skaflarnir rífa greinarnar frá stofninum þegar þeir þiðna og síga.
Hér er eitt eplatréð orðið nánast greinalaust eftir að snjórinn hefur rifið þær allar af
Á laugardagskvöldinu var okkur boðið í grill hjá Finnboga og Guðrúnu á Fornusöndum undir Eyjaföllum, við höfum rennt við hjá þeim þegar við höfum farið framhjá en aldrei neinn verið heima en nú náðum við saman. Sauðburður var á fullu á hjá þeim og kíktum við í fjárhúsin eftir matinn.
Aðstaðan fyrir féð í reiðhöllinni er til sóma, ærnar bera í fjárhúsinu og eru svo fluttar í höllina þar sem rýmra er á þeim
Á sunnudaginn fórum við ásamt Lækjarbotnahjónunum í Holtsmúla og sóttum Gjafar sem var þá búinn að vera hálfan mánuð í leikskóla. Maggi Lár fór yfir byggingu og gaf honum 4 af 5 í heildareinkunn, helstu gallar sem hann fann voru að faxið mætti vera þykkara og hann er ekki nógu háfættur. Skapgerðarlega er hann vel staddur mitt á milli þess að vera ör og rólegur og frekar kjarkaður. Hann fór líka yfir ganglagið og hann bara töltir og skeiðar undir sjálfum sér en lítið sést af brokki sem hann telur ekki vera kost við stóðhest sem þarf að hafa allar gangtegundi góðar. Við ákváðum í framhaldi að hann fengi að halda kúlunum fram á haustið og verði þá settur í tamningu og svo skoðum við málið. Við fengum svo að setja hann í tittagirðingu á Lækjarbotnum.
Gjafar frá Mið-Setbergi þriggja vetra gamall
Helgina 9-11. maí var sauðburður á Vindási byrjaður og Holla komin í frí í næstu þrjár vikur og stendur vaktina með Vindásbændum
Hér er mórauður gemsi með flotta mórauða gimbur
Nonni ákvað að hressa upp á dýrið á meðan beðið er eftir að varahlutapöntunin skilaði sér og fór í að sandblása húsið og sprauta hann hátt og lágt
Grunnur kominn á húsið og á hinni myndinni er komin málning á beislið og afturhlutann
Helgin 16-18. maí.
Varahlutirnir í dýrið skiluðu sér fyrir helgina og Nonni var ekki lengi að koma gírkassanum saman og nú er hann þéttur og fínn.
Gulla kemur eins og venjulega á þessum tíma reglulega í heimsókn í skemmuna að fá sér hestanammi

Hér er Gulla komin með lömbin sín, rosalega flotta móbotnótta gimbur og móbotnóttan hrút
Helgin 23-25. maí
Fanney var mömmu sinni til aðstoðar í sauðburðinum og hér eru nokkrar myndir frá henni
Nonni heldur áfram að gera traktorinn fínann og er nú búinn að sprauta húsið og þakið
Gulla kemur reglulega við í skemmunni með lömbin sín
Lömbin hennar Gullu eru spök og forvitin eins og mamman
Við fórum á föstudagskvöldið og sóttum gröfuna okkar sem var á Lækjarbotnum og fórum með hana í Heysholt og hjálpuðum Guðmundi og Lóu að grafa eitt reiðhrossið hennar Lóu sem var svo illa sleginn að hann lærbrotnaði og varð að fella hann.
Nonni tók holu og Guðmundur kom hrossinu í hana
Helgin 29. maí - 1. júní
Við fórum austur á miðvikudagskvöldið og á uppstigningardag og helgina á eftir var prógrammið áframhaldandi sauðburður og traktorsviðgerðir.
Á fimmtudag kom Gulli með traktorinn sinn og hjálpaði okkur að hífa húsið á dýrið. Nonni kláraði svo að skrúfa allt saman um helgina og nú er eiginlega bara eftir að mála húddið og brettin og þá ætti hann að verða klár. Svo er reyndar alveg eftir að hressa upp á ámoksturstækin en það er nú fljótlegt að kippa þeim af til að vinna í þeim.
Það er að verða komin mynd á dýrið - nýsprautaður og flottur
Á laugardaginn flokkuðum við einar sex þúsund bleikjur með Lækjarbotnaliðinu
Flokka flokka flokka...
Við veittum því eftirtekt að Púmba merin hennar Stínu á Vindási var eitthvað sérkennileg í haganum og þegar betur var að gáð reyndist hún vera með hófsperru. Við náðum að lokka hana með nammi heim að gerðinu við skemmuna og fengum dýralækni til að kíkja á hana og hún gaf henni verkjastillandi og mælti með að hún yrðir sjúkrajárnuð. Við fengum svo Gvend skalla til að koma og byrjaði hann á að klippa framhófana niður að aftan og ætlar síðan að járna hana þegar hún getur orðið stigið í lappirnar. Við höldum henni í gerðinu á meðan hún er að jafna sig og settum Eldingu með henni sem sýndi byrjunarmerki hófsperru - og ekki veitir af að megra þær og það gerist ekki ef þær standa í grænu grasi.
Þá er fæðingarorlofinu lokið hjá Hollu og við tekur vinnan og lífið í Reykjavík - ekki eins skemmtilegt.