Á laugardegnum tók Holla til í bústaðnum og prjónaði en á sunnudeginum fékk hún kennslu í kanínuklippingum hjá Nínu á Botnum en hún er búin að festa sér 3 angúrukanínur hjá henni, eina hvíta eina gráa og sú þriðja er út í svargrátt og fiðan verður síðan notuð í spuna. Edda, Bob, Kristy og Njáll komu til okkar í bústaðinn á laugardagskvöld en þau höfðu gist nóttina áður í bústanum okkar á Þingvöllum, þau fóru svo í bæinn snemma á sunnudag og flugu svo út til Skotlands seinnipartinn. Nonni tók rúlluvélina og skipti um brotna tinda í sópvindunni, smurði hana og hreinsaði hátt og lágt. Hann tengdi tölvuna fyrir rúlluvélina og setti svo nýjan yfirfallskút á vatnskassann í John Deere en sá gamli var með sprungu í sem hann sauð í fyrra. Bragi var búinn að slá öll túnin nema heimatúnið við bæinn, sléttuna og fjárhústúnið á föstudagsmorgun og laugardaginn og fram yfir hádegi á sunnudag var snúið og þurrkað og loks rakað saman upp úr hádegi. Nonni rúllaði svo í eftirmiddag á sunnudag alls 220 rúllur og Bragi pakkaði um kvöldið.
 Dýrið komið í smá hvíld að loknum heyskap klárt í næstu törn
|