1. janúar 2010

posted Jan 2, 2010, 2:14 PM by Jón Pétursson   [ updated Jan 2, 2010, 3:16 PM ]
Gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir þau gömlu!
Það hefur verið nóg að snúast hjá okkur á milli jóla og nýárs, við kláruðum að mestu að mála íbúðina hennar Fanneyjar og Sverris og hjálpuðum þeim svo að flytja dótið þeirra í hana.
Það er líka búið að vera kátt á hjalla í Hálsaselinu yfir hátíðirnar, allir krakkarnir heima og svo báðir tengdasynir og Rakel barnabarn samtals átta í heimili svo má auðvitað ekki gleyma honum Lubba og Rós litlu kisunni hennar Fanneyjar og svo mæta líka ömmurnar Nína, Helga og Guðrún, Óli bró og Anna, Stína systir og Þröstur og Helga systir með krakkana þegar blásið hefur verið til veislu.
 
Rakel og Lubbi í sveitinni á milli jóla og nýárs
 
Við fórum austur á annan í jólum og Holla skellti sér á jólaball á Brúarlundi ásamt Rakel og Guðrúnu Þóru, þetta er kósí lítið ball þar sem sveitungar koma saman og dansa í kringum jólatré ekki fannst yngstu kynslóðinni leiðinlegt þegar Giljagaur og Stúfur mættu á svæðið og skemmtu þeim með söng og dansi.
 
Við eyddum svo áramótunum í bænum en skelltum okkur aftur í sveitina í dag, Pétur var heldur súr að komast ekki með þar sem hann ætlar í leikhúsið með ömmu sinni á morgun, bensinn verður að bíða frekari aðhlynningar um viku. Sveitastörfin hafa annars að mestu verið á hóld fyrir utan að Stóra dýrið hefur verið dekkjað upp og skipt um kapla í rafgeymana, við fengum afturdekkin sett á felgurnar á verkstæði en framdekkin felguðum við á sjálf þar sem að að ekki var opið dekkjaverkstæði þegar við höfðum lokið við að breikka og mála felgurnar. 
 
 
Comments