19. október 2011

posted Oct 19, 2011, 4:00 PM by Jón Pétursson
Fórum af stað í fyrra lagi á föstudag ásamt Pétri og Árna og seinnipart voru allir mættir á Vindás í slátrun þ.e Villý og co, Stína og Trausti ásamt Vindásbændum. Það var skítaveður rok og rigning sem buldi á Hollu, Villý, Möggu og Stínu sem voru úti að taka innanúr og þvo, það fór betur um hina sem voru að mestu inni. Annars gekk þetta eins og í sögu enda tveir að flá og var allt búið um ellefu, strákarnir stóðu sig með prýði en báðir að koma að þessu í fyrsta skipti.
 
Holla tók innanúr í rigningunni - á hinni myndinni eru Trausti og Gummi við fláningu 
 
Á laugardagsmorgun fóru Pétur og Árni í bæinn og Holla fór að gera slátur með kellunum á Vindási en kallarnir fóru út að klippa og svíða hausa og lappir. Seinnipartinn voru svo hausarnir þrifnir og þeim pakkað. Við gæddum okkur á nýju slátri í kvöldmatinn, rosalega gott hjá okkur að vanda.
 
Sunnudagurinn fór að mestu í slökun en Nonni og Gummi eyddu samt bróðurparti dagsins í að sækja efni í flatvagn niður í Hrólfstaðahelli. 
 
  
Gummi er að sjóða beisli á grindina svo var hún dregin upp á Vindás
 
Þegar þeir mættu á svæðið var heimilisfólkið í smalamennsku, Eiður var á Eldingu okkar en hann er að verða nokkuð sáttur við hana öll að grennast og koma til. Á sunnudagskvöld voru svo elduð svið á Vindási. Við komum við í smá kaffisopa á Botnum á leiðinni í bæinn, Myrku þótti heldur tómlegt að hafa ekki Brúsa sinn að leika við en hann lenti undir bíl í vikunni, Siggi og Tóta ásamt hinu heimilisfólkinu eiga alla okkar samúð að missa svona skemmtilegan og góðan félaga - hans verður sárt saknað.
 
Comments