19. maí 2011

posted May 19, 2011, 1:35 AM by Jón Pétursson
Það er búið að vera nóg að gera sauðburður í fullum gangi - við erum búin að fá úr flestum okkar rollum í heildina er búið að marka um 250 lömb á Vindási.
 
Tóta hennar Rakelar með morflekkótta gimbur og hrút - á hinni myndinni er Sníkja með pínulitla gemsalambið sitt
 
 
 
Við erum nokkuð sátt við að það eru enn lítil afföll þetta árið, það kom ágætis hlutfall úr sæðingunni það báru 16 af 25 og eru 11 gimbrar í hópnum en þær mættu hafa verið fleiri.  Stína, Trausti og Aníta Eva bættust í hópinn um helgina, nóg að gera hjá þeirri stuttu gefa kindunum hey og skoða lömbin.
 
Nonni fór í að rífa heddið af stóra John Deere það var farin heddpakkningin og gekk sá gamli bara almennilega á 3 sílendrum af sex.
 
Stóra Dýrið á leið inn í skemmu, búið að taka ámoksturstækin af. Gulla kíkti að sjálfsögðu við þegar hún sá okkur við skemmuna og fékk nokkrar hestakúlur 
 
Nonni setti líka nýja hnífa í ruddasláttuvélina og prófaði hana svo aftan í massanum, niðurstaðan var sú að þó að hann væri ekki í stórum vandræðum með hana er hún bara allt of stór fyrir hann - hún verður bara notuð aftan í stóra John Deere...
 
Massinn kominn með ruddasláttuvélina, það veitti nú ekki af því að mála hana...
 
Við kíktum við á Lækjarbotnum og skoðuðum meðal annars gimbrina sem Forysta sem er systir Orra forystusauðsins okkar átti, hún er alveg ótrúlega lappalöng og ólík öðrum lömbum. Hún fékk hið konunglega nafn Elísabet enda er pabbi hennar forystuhrúturinn Karl Philip sem var á sæðingastöðinni á Suðurlandi í fyrra. Hann er móhosóttur en gimbrin er svart flekkótt eins og mamman. Það var gaman að fylgjast með gimbrinni sem er bara nokkurra daga gömul en stóð samt upp í garðann og tróð í sig stráum sem maður sér ekki lömb gera almennt á þessum aldri og svo fylgdist hún með fólkinu þegar önnur lömb földu sig á bakvið mömmur sínar - já það er sérstakt þetta forystufé.
 
Forysta og Elísabet litla 
 
 
Comments