19. janúar 2012

posted Jan 18, 2012, 4:54 PM by Jón Pétursson   [ updated Jan 18, 2012, 5:12 PM ]
Við renndum við á Lækjarbotnum á leiðinni austur til að skoða nýjasta fjölskyldumeðliminn en það er lítil Bordercolly tík sem er búin að fá nafnið Nanna hún er úr ræktun Heimsendahunda og er brún og hvít alveg svakalega fín - til hamingju með hana Siggi og Tóta. 
Á laugardaginn unnum við í að koma hita í húsið en hitaveitan var tekin af í vikunni þegar lögn fór í sundur við Vindás en mótþrýsingsloki stóð á sér hjá okkur þannig að húsið var vel kalt þegar við mættum á föstudagskvöldinu.

Við tókum Willysinn fram og rifum úr honum kassa og hásingar til að koma grindinni og skúffunni í bæinn í sandblástur. 
Við fórum svo að Helli á sunnudaginn og frúin tók smá sprett á Eldingu undir góðri leiðsögn Eiðs bónda sem hefur verið með hana í tamningu frá því í haust. Hún er hörkuviljug en er að streða við að gefa sig á töltinu en vonandi kemur það í vetur.

 
Holla og Eiður tóku góðan hring á Hellisveginum

Skúffan og grindin kominn á pallinn og klár í bæinn

Efir að hafa komið Willysinum á pallinn var rennt í bústaðinn og gengið frá og svo í bæinn, helgarnar eru svo fljótar að líða. 

Comments