19. febrúar 2009

posted Feb 19, 2009, 12:38 PM by Jón Pétursson   [ updated Feb 19, 2009, 2:01 PM ]
Í kvöld fórum við með Eldingu í hringgerðið og byrjuðum á Monty Roberts Join-Up og svo Follow-Up í kjölfarið.  Hún er orðin skóluð í því þannig að það tók ekki nema nokkrar mínútur.
Næst settum við hnakkinn á hana í fyrsta skipti eftir að við tókum hana í bæinn og lónseruðum hana nokkra hringi og leyfðum henni að skvetta sér aðeins með hnakkinn, þá settum við á hana langan tvítaum og rákum hana nokkra hringi og kenndum henni að svara tauminum til hægri og vinstri - það tók hana ekki nema nokkur skipti að ná því.  Næst létum við hana bakka nokkur skref undan þrýstingi frá taumunum, allt eftir bókinni.  Svo fór Holla hálf upp í hnakkinn og þannig teymdi ég hana einn eða tvo hringi.
Næst settist hún í hnakkinn og fór nokkra hringi, svo prófaði hún að beygja í báðar áttir - NO PROBLEMO, nú er gaman!
 
Skvísurnar Elding og Holla í fyrsta skipti á baki
 
Þá var röðin komin að Loga, Holla prófaði Join-Up og eftir nokkrar mínútur elti hann hana eins og hundur og þetta er í fyrsta skipti sem hún prófar Join-Up - Monty sé lof !!!
 
Hér er myndband með Monty þar sem hann sýnir Join-Up (10 mínútur á lengd) 

Monty Roberts Join-Up