19. desember 2011

posted Dec 20, 2011, 2:43 AM by Jón Pétursson
Magga á Vindási átti stórafmæli í vikunni og mættu við í smá veislu til hennar í bænum á laugardagskvöld þannig að við fórum ekki austur fyrr en á sunnudagsmorgun. 
Verkefni dagsins var að skipta fénu í hópa og raða hrútunum síðan á hópana. Í þetta sinn vorum við með sjö hópa og notum Palla, Eðal, Ella og lambhrútana Bikar, einn gráan og tvo hvíta sem ekki er búið að nefna.

Eðall og Palli voru keyrðir í sína hópa niður í fjárhúsi, Palli er orðinn ansi skrautlegur í framan eftir átök við hina hrútana

Hrútarnir voru orðnir ansi pirraðir í stíunni sem þeir voru hafðir í og voru ekki lengi að sinna skyldum sínum þegar þeim var hleypt í hópana.
Við kláruðum kindastússið undir kvöld og eftir kvöldmat á Vindási komum við á Botnum í smá kaffi og þaðan í bæinn í þvílíkri glærahálku en sem betur fer hafði verið fjárfest í nýjum snjódekkjum undir Fordinn þannig að það blessaðist.Comments