Þessa helgi var staðið í framkvæmdum, við fjárfestum í nýju sæti með loftfjöðrun í stóra Dýrið og settum það í hann - algjör bylting frá því gamla sem var hætt að fjaðra og ekki skemmir fyrir að áklæðið er grænt.
Einnig lögðum við dyrnar á vélaskemmunni, en lamirnar voru að ryðga fastar þannig að við losuðum þær og settum smurkoppa á þær. Svo hjálpuðum við Braga og Gumma að brjóta ofan af sökklinum í hurðargatinu inn í fjárhúsið svo traktorinn kæmist almennilega inn með heyrúllurnar - Dýrið var nú ekki lengi að mylja niður sökkulinn eftir að búið var að skera járnbendinguna í sundur þó að massinn á Vindási hafi gefist upp við það...
Svo fór Nonni á Dýrinu og heflaði veginn alveg frá Landvegi og inn í Laugar með vegaviðhaldaranum þannig að nú er hann rennisléttur - spurning hvort þeir komist ekki á samning hjá Vegagerðinni? Endurbæturnar sem hann gerði á vegaviðhaldaranum í vetur reyndust mjög vel og nú er aðeins eftir að hækka hann að aftan þannig að hann haldi meira efni í sér og þá er hann fullkominn.
Veðrið um helgina var mjög gott á laugardeginum, hlýtt og notalegt en á sunnudeginum var kominn rokbelgingur og byrjaði að rigna seinnipartinn en samt er ekki spurning að það er komið vor.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >