Við fórum austur á föstudaginn og tókum svo smá törn í tiltekt í litlu vélaskemmunni á bakvið hús á laugardeginum meðal annars, nú er pláss til að skipta um skoðun þar inni! Kíktum líka á útiganginn og hann hefst vel við, folöldin orðin stór og spræk.
Við þykjumst sjá að Bibba gamla sé með folaldi en gamla fexta merin hans Gumma virðist vera tóm, eins er ekkert að sjá á Kerru þannig að hún er líklega tóm líka eins og kom fram þegar hún var sónuð. Gömlu merarnar fóru undir Kóral frá Lækjarbotnum og Kerra fór aftur undir Ægi frá Litlalandi.
Hekla baðar sig í sólinni á laugardaginn
Veðrið á laugardeginum var fínt en ringdi slatta á sunnudeginum. Á sunnudeginum fórum við svo í að flytja bleykjur til slátrunar úr Laugum niður á Lækjabotna með Lækjabotnahjónunum.
Þjálfunin á trippunum gengur rosa vel, Logi er meira að segja orðinn vel viðræðuhæfur og hræðsluköstin styttast stöðugt - gæti jafnvel verið hestefni á ferðinni sýnist okkur.
Holla og Fanney eru svo byrjaðar að ríða út úr Víðidalnum á Lúkasi og Garpi og gengur bara vel hjá þeim þó veðrið sé leiðinlegt og svo fór Holla líka hring á Abel uppi í Heimsenda. |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >