Nonni var búinn að vera í sveitinni alla síðurstu viku, grunnmálaði þakið og bar á útihúsgögin. Hann skaust á Selfoss og verslaði nýtt hlið - þvílíkur munur. Hann hirti rúllurnar með Gumma og dittaði að rúlluvélinni og stóra John Deere. Stórfjölskyldan kom svo austur á föstudagskvöldinu þ.e. Guðrún, Árni, Rakel, Fanney og Sverrir en Pétur var að vinna. Við steiktum silung frá Lækjarbotnum um kvöldið og skelltum okkur svo í að smala hagann á Vindási og koma fénu inn á tún. Laugardagsmorguninn var tekinn snemma öllu smalað inn í fjárhús og gáfum við inn ormalyf og rúðum það sem eftir var. Þetta gekk eins og í sögu enda samhentur mannskapur, en frá Vindási voru ásamt Möggu og Braga, Stína, Aníta Eva, Sverrir, Villý og börn.
Frá vinstri Fanney, Sverrir, Guðrún, Árni, Rakel, Holla og Myrka fyrir framan röðina - á hinni myndinni sést yfir fjáhópinn í fjárhúsinu
Rakel hjálpar Anítu að sjá ofan í rennuna, á bakvið sést í Gunnar, Möggu og Sverri
Aðal skvísan, Aníta Eva Traustadóttir - og á hinni myndinn tekur Guðrún á því við rúninginn
Restin af laugardeginum fór í að mála og bera á, spila fótbolta og leika sér og um kvöldið grillaði frúin lamb og svín.
Á sunnudeginum fór Nonni upp í Borgarfjörð að veiða í Norðurá og krakkarnir snemma í bæinn en áður en þau fóru skruppu Holla, Guðrún, Árni og Rakel og renndu fyrir fisk, einn kom á land og annar slapp. Holla dúllaði sér síðan í tiltekt og prjónaskap fram á kvöld.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >