18. ágúst 2009

posted Aug 18, 2009, 9:01 AM by Jón Pétursson   [ updated Aug 18, 2009, 3:58 PM ]
Pétur fékk að bjóða vinum sínum í útilegu í Mið-Setbergi um helgina og fór það allt ágætlega fram þó að það hafi rignt nánast allan tímann, þó eru við á því að hann biðji ekki aftur um slíkt í bráð því að hann fékk að kynnast því að bera ábyrgð á og ganga frá eftir vandræðaeinstaklinga sem slæddust með.
 
Hér eru menn greinilega eitthvað ryðgaðir
 
Á laugadeginum fór Nonni að Lækjarbotnum og breytti aðeins ryðfrírri grind sem hann hafði smíðað undir slátrunarkar í nýja bleikjuvinnslugáminum og dyttaði svo að díselolíuleka á stóra Dýrinu, Holla prjónaði á meðan og hafði jafnframt eftirlit með unglingunum í útilegunni. Við skelltum okkur svo á töðugjöldin á Hellu um kvöldið en fannst nú ekki mikið varið í það, þó var gaman að horfa á bjórreiðina svona framan af.
 
Á sunnudeginum og fór Nonni svo og sló svo garðinn á Vindási með litla Dýrinu og keyrði síðan nokkra vagna af hrauni í nýjan veg að bragganum á þar sem við geymum tækin okkar, ekki dugir að keyra á nýja túninu á meðan það er að ræktast upp.
 
Við fórum í bæinn á sunnudagskvöld og svo aftur austur á mánudagskvöldið því að Elding okkar frá Mið-Setbergi sem er fjögurra vetra var skráð í byggingardóm á Hellu á þriðjudagsmorgun og var ekki annað hægt en að fylgja henni enda fyrsta hrossið frá okkur sem fer í dóm.
Við vorum nokkuð vongóð um að hún myndi hækka eitthvað frá forskoðun kynbótahrossa í Andvara í vor þar sem henni var gefið 7,83 fyrir sköpulag þar sem við vorum á því að hún ætti meira en 7,0 skilið í einkunn fyrir háls/herðar/bóga enda kom það í ljós að hún hækkaði í 8,5 fyrir háls/herða/bóga sem hefði þýtt 8,20 í aðaleinkunn fyrir sköpulag hefði hún haldið öðrum tölum óbreyttum en þannig gerast nú ekki hlutirnir í hrossaræktinni því hún var lækkuð um hálfan fyrir réttleika og hófa, einn heilan fyrir bak/lend, prúðleika og samræmi og einn og hálfan fyrir fótagerð og fór þar með út með 7,56 fyrir sköpulag.
 
En við erum ekki búin að gefast upp á henni því við erum á því að hún eigi inni nálægt 8 fyrir sköpulag og voru Gulli og Eiður sem sýndi hana sammála því að hún ætti ekki skilið þær tölur sem hún fékk og báðir eru þeir hámenntaðir í byggingardómum hrossa!  Í framhaldi ákváðum við að hún fengi frí fram í október og þá tæki Eiður hana aftur og héldi áfram með gangsetninguna og stefnan yrði svo tekin á kynbótadóm í vor, þá verður hún væntanlega búin að taka út meiri þroska og fax og tagl vonandi vaxið á hana að nýju (skoðið þessa mynd og berið faxið saman við myndirnar hér fyrir neðan)
 
 
Eiður og Elding frá Mið-Setbergi á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Hellu 2009
 
Sérfæðingarnir fara yfir málin

Hér fyrir neðan er dómurinn í heild og tölurnar frá Kristni Hugasyni úr forskoðuninni í Andvara í sviga:

Sköpulag: 7,56 (7,83)

Höfuð: 7,5 (7,5)
Langt höfuð Slök eyrnastaða

Háls/herðar/bógar: 8,5 (7,0)
Reistur Hátt settur

Bak og lend: 7,0 (8,0)
Stíft spjald Grunn lend

Samræmi: 7,0 (8,0)
Afturstutt Brjóstdjúpt Flatar síður

Fótagerð: 7,0 (8,5)
Lítil sinaskil Votir fætur

Réttleiki: 7,5 (8,0)
Afturfætur: Innskeifir

Hófar: 8,0 (8,5)
Efnisþykkir

Prúðleiki: 6,0 (7,0)
 
Comments