Þetta var frekar róleg helgi hjá okkur, við renndum austur á föstudagskvöld og tókum með Bronco '74 sem Þórhallur á Botnum var að kaupa í varahluti. Ekki gekk þrautalaust að koma honum á kerruna sem við vorum með þar sem að hann var fastur í bremsu en það hafðist að lokum.
Á laugardaginn komu Maggi og Lína við og sóttu Hyllingu úr hrossastóðinu og fórum með hana og Gadd son hennar sem þau sóttu til Magnúsar og Svanhildar í Holtsmúla á hús í Andvara.
Stóðið fylgdist grannt með þegar Hylling var sett á kerru og var mikið hneggjað og mikill óróleiki
Við heilsuðum upp á Valla og Helgu í Flagveltu í hesthúsinu þeirra en Valli er búinn að vera að taka salernisaðstöðuna í gegn og kemur það vel út hjá honum.
Á sunnudag fór Pétur í að ryksuga og dytta að benzanum en við kíktum með Gumma niður að á en mjög lítið var í henni og kom þá í ljós ýmislegt forvitnilegt svo sem vagnhjól sem stóð upp úr einni eyrinni. Þegar betur var að gáð kom í ljós vél í ferkar lélegu ástandi sem sennilega er hestdregin sláttuvél.
Hestdregin sláttuvél
|