17. ágúst 2010

posted Aug 17, 2010, 1:24 PM by Jón Pétursson
Við fórum austur á föstudagskvöld og Holla keyrði Subaruinn á Lækjabotnum austur en Þórhallur hafði verið á honum í bænum. Nonni og Gulli fóru svo niður á Bjalla og sóttu forláta Ford 3000 traktor sem Gulli fékk hjá þeim sem nú á að gera upp.
 
Fordinn er ekki stór að sjá með stóra dýrið í forgrunni
 
Á laugardaginn fór Nonni svo með Braga að hirða rúllurnar af vellinum á Vindási og Holla tók upp kartöflur á meðan, uppskeran er hreint rosaleg - komnar stórar bökunarkartöflur og ágúst rétt hálfnaður.  Svo fórum við á Hellu og kíktum á töðugjöldin og þótti nú ekki mikið til koma.  Á bakaleiðinni komum við við í Heysholti og spjölluðum þar yfir kaffibolla.  Um kvöldið kíktu svo Helga og Valli í heimsókn.
 
Á sunnudaginn fórum við á Vindás og Nonni tók af rúllubrakketin og setti skjólborðin á sturtuvagninn og sótti stóra dýrið og svo var farið í að hreinsa grjót úr reiðveginum með Landveginum frá Árbæjarvegi upp að gámaplaninu við Hjallanes en það eru tæpir tveir kílómetrar sem við ætlum að leggja í ár.  Reiðvegurinn er unninn í sjálfboðavinnu að stærstum hluta af okkur og Lækjarbotnum en reiðveganefndin leggur til vikur í ofaníburð. Palli á Galtalæk fór yfir vegstæðið með tætarann sinn í vikunni og svo á að reyna að að fá aðra bændur í nágrenninu með í að keyra vikurinn í hann.
 
 
Holla, Nína og Siggi tíndu grjótið í skófluna hjá Nonna og Gulli fór yfir með herfið sem sléttar og losar grjótið upp
 
Við fórum svo með Myrku litlu niður að Þjórsá til að leyfa henni að kynnast vatninu en hún hefur verið treg til að fara út í vatn til þessa, það leið ekki á löngu þar til að hún var komin útí og farin að sækja.
 
 
Eftir smá stund var Myrka komin út í Þjórsánna á eftir gæsarfjöðrum sem flutu hjá
 
 
Comments