16. mars 2009

posted Mar 16, 2009, 4:26 PM by Jón Pétursson
Við tókum langa helgi núna, fórum austur á fimmtudagskvöld en fengum yfir okkur brjálað veður um nóttina þar sem vindurinn fór upp í 25 m/s.  Létum svo fara vel um okkur á föstudeginum en á laugardeginum fór Nonni í að dytta að stóra John Deere-inum og skipti út stykkinu sem hann mixaði í vélina á honum síðasta sumar og Holla prjónaði kjól á Fanneyju.  Kíktum svo niður á Lækjarbotna og heimsóttum hana Þrumu okkar og sögðum þeim svo til í því hvernig á að standa að rúningi á sauðfé - eða þannig... 

Hjalti úr Næfurholti var ekki lengi að svippa ullinni af kindunum, enda vanur maður með góðar græjur
 
Sunnudagurinn fór svo í að klára að semja athugasemdirnar við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra þar sem færa á fyrirhugaðan veg yfir Þjórsá frá þegar samþykktri leið í Hvammshögum í vestur á Vindás - breyting sem eingöngu virðist vera til hagsbóta fyrir Landsvirkjun en er bara til bölvunar fyrir hagsmunaaðila í sveitinni.  Við fórum svo hring með athugasemdirnar og fengum Vindás, Flagbjarnarholt, Heysholt, Vörður, Iðavelli (Svörtuloft) og fl til að skrifa undir mótmælin.  Myndin hér fyrir neðan sýnir fyrirhugaða veglínu með rauðum lit og þegar samþykkta veglínu með bláum lit.