Við vorum seint á ferð á föstudagskvöldið og renndum við beint í bústaðinn. Á laugadaginn var lítið gert af verkum, við fórum í jarðaför Magnúsar í Hjallanesi en hann var bróðir Teits í Flagbjarnarholti sem Holla var hjá í sveit. Það var svo slökun það sem eftir var dags einhver ósofinn uppsafnaður svefn sem þurfti að taka út. Á sunnudagsmorgun var allt hvítt smá veðurbreytingar milli daga á laugardaginn rigning og 5° en allt hvítt og -9° á sunnudeginum. Snjókoman um nóttina settist skemmtilega á trén Um hádegi kíktum við í Flagveltu á Þrumu en hún er nú búin að vera viku hjá Hirti og svona líka flott hefur greinilega engu gleymt. Hjörtur og Þruma Hér er svo linkur í video af þeim sem við tókum í hrímþokunni á sunnudag og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir klipptar úr videoinu |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >