Það var ákveðið að vera í bænum þessa helgi og taka aðeins til hendinni við að mála og þrífa heimafyrir en Nonni notaði samt tækifærið þegar það kom þýða og skellti sér austur á laugardaginn með bílakerru og sótti Massann,
en hann á að fara í smá lagfæringu fyrir sumarið. Massinn kominn suður í Hafnarfjörð þar sem Nonni ætlar að fara í kúplinguna og setja í hann power stýri m.a.
Nonni kom við á Lækjarbotnum og skildi eftir video vélina en nú á að taka upp myndband af Oddrúnu frá Lækjarbotnum sem er í sölumeðferð, myndbandið er hér og hér er linkur í sölusíðuna - upplagt tækifæri fyrir einhvern sem er að leita að vel ættaðri hryssu.
Eftir að Massinn var kominn á kerruna renndi Nonni með hann í bæinn og rétt slapp yfir heiðina áður en það skall á með éljum og hálku. Á sunnudeginum var klárað að mála og taka til í bænum, skrítnar helgar þegar ekki er verið í sveitinni - eins og það vanti eitthvað... |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >