Pétur fékk félaga sinn til að koma með austur og nú var stefnt að því að klára benzann - stór plön hjá drengjunum!
Nonni fór í það á föstudagskvöldinu að sprauta sílsana svarta og á laugardaginn að sprautaði hann stuðarana, listana og annað það sem átti að vera svart. Tóti kom á laugardaginn og byrjaði að vatnsslípa og massa lakkið og Pétur, Jón Pétur og Holla röðuðu saman. Á sunnudag var svo haldið áfram, Holla og strákarnir skrúfuðu saman og nutu líka aðstoðar Gumma og Nonni slípaði og massaði fram á kvöld en ekki náðist að klára allt saman, það bíður næstu ferðar austur...
Það er að verða komin mynd á benzann eftir helgartörnina - og look-ar bara næs svo notað sé mál drengjanna...
|