15. mars 2012

posted Mar 14, 2012, 5:30 PM by Jón Pétursson
Það hafði snjóað helling í vestanátt í sveitinni sem er frekar óvenjulegt þannig að stærðarinnar snjóskafl var í brekkunni á leiðinni inn í bústað og þurfti Nonni að fara á traktornum og moka til að við kæmumst í kotið.

Allt á kafi í snjó við bústaðinn

Annars var nóg að gera þessa helgi, Nonni hafði verið í sambandi við Árna Hjartarson jarðfræðing hjá ÍSOR í vikunni og þeir farið yfir mælingarnar sem gerðar voru um síðustu helgi og þeir sannmælst um nokkrar holur sem mætti moka til viðbótar til að þrengja enn betur hitasvæðið og fóru þeir Bragi og í það á laugardaginn. Nonni mældi inn svo nýju holurnar og uppfærði teikninguna og sendi á Árna sem bað svo um eina holu í viðbót sem tekin var á sunnudaginn. Til stendur svo að Árni komi á mánudaginn og staðsetji endanlega hvar á að bora.

Á sunnudaginn fóru Magga og Holla með peysur, húfur, eyrnabönd og vesti í búðina á Skeiðvöllum til sjá hvort ekki seljist eitthvað af því sem Holla hefur verið að dunda sér við að prjóna.

Myrka reyndi að fá Orra forystusauð til að leika með spítu sem hún fann við skemmuna, ekki voru þau alveg að skilja hvort annað

Nonni dittaði svo aðeins að rafkerfinu í gröfunni og tók svo til í skemmunni.
Við fórum svo í bæinn um kvöldmat.
Comments