15. febrúar 2013

posted Feb 15, 2013, 6:49 AM by Jón Pétursson
Við fórum austur á föstudagskvöldinu ásamt Fanneyju, en hún ákvað að koma og læra í rólegheitum hjá okkur yfir helgina. Við komum við á Lækjarbotnum til að votta heimilisfólkinu samúð okkar en Billi fyrrverandi bóndi á Lækjarbotnum dó í vikunni eftir stutt veikindi, hans verður sárt saknað.

Hér er Billi ásamt Sigga með kjötsúpu í réttunum inni í Áfangagili

Á laugardaginn fór Nonni með Fordinn í skemmu og skipti um afturfjaðrirnar á honum, þær reyndust báðar brotnar. Holla kúrði í bústaðnum og prjónaði og Fanney lærði.
Á sunnudeginum bakaði Holla nokkrar flatkökur ásamt Möggu og Gumma og eftir hádegið kíktum við með Garp og Lúkas niður í Helli til Eiðs í járningu og röspun og tókum þá svo með í bæinn - mæðgurnar ætla aðeins að koma sér í form fyrir sumarið. Fengum þetta fína bollukaffi hjá Önnu.

Comments