15. febrúar 2010

posted Feb 15, 2010, 1:26 PM by Jón Pétursson   [ updated Feb 15, 2010, 2:57 PM ]
Við fórum austur á föstudagskvöld, með í för var Jón Pétur vinur Péturs sem var með okkur yfir helgina.
Holla var í letikasti alla helgina, dúllaði sér við bollubakstur og jú púslaði eins og óð væri og skellti læri í ofninn á laugardagskvöldinu sem rann létt ofan í þessa þrjá risa karla.
 
Holla kláraði hestapúslið, nú fer að verða hægt að fara að snúa sér að alvöru lífsins
 
Nonni kom múrarapressunni í lag og við fengum fínni sand í sandblástursgræjuna og viti menn nú blés hún og hvæsti eins og hún ætti lífið að leysa - ryðblettirnir á bensanum voru henni ekki mikil fyrirstaða.
Á sunnudeginum unnu Pétur og Jón Pétur áfram í að undirbúa bensann fyrir sprautun, nú er að verða spennandi að koma honum aftur á götuna.
Nonni fékk í vikunni restina af varahlutunum í glussadæluna í massann og var hún sett í um helgina - vonandi svínvirkar hún þegar hún verður prófuð seinna í vetur.
 
 
Þeir eru miklir vinir Abel sem er 12 vetra og folaldið hennar Bibbu, hlaupa um alla móa og leika sér - Stóðið bíður, kanski þau fái kúlur að gæða sér á
 
Garpur og Kerra fengu bíltúr yfir í hesthúsið í Flagveltu þar sem Eiður kom og skóaði þau upp fyrir veturinn, nú er stefnt á að taka hross í bæinn um næstu helgi.
Við vorum sein af stað á sunnudagskvöldinu í hreint hundleiðinlegu veðri, roki og kulda - halda mætti halda að vetur konungur væri kominn.
 
 
Comments