15. desember 2010

posted Dec 15, 2010, 11:25 AM by Jón Pétursson
Á laugardaginn fórum við í að taka tappana úr kindunum sem sæða átti á mánudag, Holla var yfirtappatogari sem áður. Svo var öllum rollunum rennt í gegnum flokkunarrennuna nokkrum sinnum og valdar kindur undir heimahrútana, þeir voru svo snöggir til þegar þeim var hleypt í sína hópa.
 
Kindurnar reknar inn í rennuna og flokkaðar í tvö hólf - á hinni myndinni er Móri kominn í hópinn sinn 
 
Þegar lokið var að hleypa til fórum við inn í Mið-Setberg og klipptum birkigreinar til að nota í reykkofann. Svo tókum við til í fjósinu á Vindási þar sem Pétur hafið verið inni með benzann. Um miðnættið var svo keyrt í bæinn þar sem Holla ætlaði á tónleika með mömmu sinni, systur og ömmu á sunnudaginn og einhvern tíma þarf líka að taka frá í jólaundirbúninginn heima.
Á mánudaginn fórum við svo austur aftur eftir vinnu og komum við á Landvegamótum og tókum með okkur sæðið sem pantað hafði verið. Við byrjuðum hjá Valla og Helgu og þar sæddi Holla tíu ær með sæði úr Rafti og Bát. Svo var farið á Vindás þar sem Gummi beið með nýreykt hangikjöt sem hann sauð til prufu og það klikkaði ekki. Eftir matinn fórum við svo út í fjárhús og þar sæddi Holla þrjátíu ær með sæði úr Rafti, Hróa, Lagði, Grábotna, Hvelli. Við höfðum pantað sæði úr Gosa líka en það er víst að koma lítið úr honum en samt fygldi með aukastrá með smá skammti úr honum sem við létum duga í þrjár rollur og svo fygldu tvö heil aukastrá úr At sem við settum í tvær rollur. Þegar þessu var lokið keyrðum við í bæinn aftur eftir að hafa komið við á Lækjarbotnum og skilað sæðingarnálinni og þegið kaffibolla og nýbakaðar sörur.
 
 
Comments