15. desember 2008

posted Dec 20, 2008, 3:04 PM by Jón Pétursson   [ updated Dec 20, 2008, 3:05 PM ]
Það voru gleðiféttir frá Vindási um helgina, Stína og Trausti eignuðust dóttur á laugardaginn 14 merkur og 51cm  - til hamingju krakkar og til hamingju með barnabarnið Magga og Bragi!
 
Í dag fórum við svo austur að Lækjarbotnum til að sæða kindurnar, við fengum skammta úr hrútunum Smirli, At, Grána, Bletti, Lunda, Gera, Mána, Garpi og Örvari sem fóru í 41 eina kind. Nánar um það inni á kindasíðunni á næstu dögum.
 
             
   Holla sæðingameistari tilbúin með skammtinn           Gulli, Nína og Gummi spá í málin - Gullan fylgist spennt með
 
Í leiðinni var drifið í að nettengja verðurstöðina - sem er búið að standa lengi til - nú er hægt að fylgjast með veðrinu í Landsvetinni á netinu í rauntíma og eins er hægt að fá skýrslu þar sem kemur fram hámörk og lágmörk síðasta sólarhrings, kíkið á veðursíðuna 
 
Ekki má gleyma að hangikjötið er tilbúið úr reykkofanum á Vindási, og ekkert smá girnilegt - kíkið bara á myndina