14. september 2009

posted Sep 14, 2009, 2:18 PM by Jón Pétursson   [ updated Sep 15, 2009, 4:47 AM ]
Nú fórum við austur á föstudagskvöld og byrjuðum á því að bjóða Lækjarbotnafólkinu í kvöldmat, það var upplagt að klára kræsingarnar frá afmæli Péturs og Rakelar kvöldið áður.
 
Á laugardag byrjaði Nonni á að fara tvær ferðir að sækja hraun til að bæta í brautina að vélaskemmunni og svo fórum við og flokkuðum með Lækjarbotnafólkinu ca 5 þúsund bleikjur auk þess sem við fluttum um 15 þúsund bleikjuseiði á milli kerja.  Guðrún Þóra og Rakel komu seinni partinn og voru fram á sunnudag.
 
 
 
Rakel gefur reiðhestunum brauð - skvísurnar Herborg, Von, Þruma og Elding bíða spenntar eftir því að fá líka brauð frá Rakel
 
Á sunnudag fórum við og sóttum gömlu Vindásmerarnar sem höfðu verið í girðingu niðri á Lækjarbotnum hjá Kóral frá Lækjarbotnum sem er undan Sæ frá Bakkakoti. Það gekk ótrúlega vel að reka þær heim að Lækjarbotnum og koma þeim á kerruna þar. 
 
 
Folaldið hennar Bibbu frá Vindási dafnar vel og fer mikið um á tölti - Þruma er voða sæt
 
Eftir hádegið fór Nonni með Gulla og Nínu á Lækjarbotnum að Strandarhöfði til að skoða Púka frá Lækjarbotnum sem er veturgamall undan Heklu gömlu og Hróð frá Refsstöðum, til stóð að meta hvort hann fengi að halda kúlunum eða ekki. Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að hann verði grár eins og mamman var ákveðið að hann fengi að halda þeim a.m.k. fram á vor. 
Holla fór með Rakel og Guðrúnu niður að á að renna fyrir fisk og náðu Rakel og Holla að krækja í sitthvorn urriðann. 
Nonni og Holla fóru niður að á í kvöldflug á sunnudagskvöldið en núna kom ekki fugl i færi eins og oftast þegar hann er hvass að sunnan.
 
 
Nýræktin á Vindási hefur náð að róta sig og hefur sáningin tekist ótrúlega vel
 
 
Comments