14. maí 2012

posted May 13, 2012, 5:08 PM by Jón Pétursson
Holla er búin að vera í sveitinni alla síðustu viku að hjálpa til í sauðburðinum, það eru um 100 ær bornar og þó nokkuð um skrautleg lömb. Það er búið að vera skítakuldi svo féð er vaktað allan sólahringinn.

Hér er Sóldís sem er gemsi undan Gullu okkar komin með sitt fyrsta lamb - fallega móflekkótt gimbur

Nonni kom austur á föstudaginn eftir vinnu og á laugardag fóru hann og Bragi í að setja upp rennihurðina fyrir hlöðuna þar sem spáin var mjög slæm fyrir sunnudag og mánudag og frost á nóttunni fram að næstu helgi.

Loksins búið að loka gatinu á hlöðugaflinum - Gummi á svo eftir að setja upp rennibrautina og fá hurðina til að virka

 
Hér eru fyrstu lömbin okkar sem komu úr sæðingunni - á hinni myndinni eru flott lömb í haganum

Lítið hefur verið gert annað en að vakta fé og búa til fleiri burðarstíur þar sem ekki var ráðlegt að setja út fé fyrr en veðrið hefur gengið niður. Comments