Um síðustu helgi byrjuðum við á föstudagskvöldinu að úrbeina og pakka einu nauti með Vindásbændum. Á laugardeginum hellulagði Nonni meira í skemmunni, setti upp millivegg og hillur fyrir vinnuaðstöðuna en Holla lá í flensu. Það er að koma mynd á vinnuaðstöðuna í skemmunni
Guðrún, Árni og Rakel kíktu austur á laugardeginum og Árni skrapp og hjálpaði Nonna í skemmunni á sunnudeginum, Rakel og Guðrún bökuðu súkkulaðiköku og pönnukökur með kaffinu og Holla prjónaði peysur ![]() ![]() Tvær renndar hestapeysur að hætti Hollu
Um þessa helgi bólusettum við allt féð við bráðapest, ásamt Braga, Möggu og Gumma, það gekk eins og í sögu enda samhentur hópur. Um kaffileitið á laugardeginum kíktum við í Þjóðólfshaga til Sigga Sig og tókum við með okkur sérlega hrossaræktarráðunauta okkar Jónínu og Guðlaug á Lækjarbotnum. Siggi sýndi okkur merina eftir kaffisopa og spjall, hún er heilmikið að bæta sig komin með meiri ferð á töltinu og brokkið að styrkjast mikið - smellið hér til að sjá video af Þrumu og Sigga. Siggi sýndi okkur líka 5v graðhest undan Kjarna - svaka fótaburður! Hann sýndi okkur líka gullfalleg folöld m.a. undan snillingunum Loka frá Selfossi og Kjarna og Magna frá Þjóðólfshaga.
![]() Þruma og Siggi
Rúsínan í pylsuendanum var Deutz sem hann lét gera upp frá grunni en hann var fyrsti traktorinn sem keyptur var í Fosshóla og þar að auki fyrsti Deutzinn sem kom til landsins að sögn Sigga - snilldar flottur.
Deutzinn úr Fosshólum - takið eftir timburskúffunni sem er aftan í honum Á sunnudeginum var hífandi rok og öskuský yfir öllu - ógeð... ![]() Ekki sést til fjalla í norðri fyrir ösku Nonni hélt áfram með aðstöðuna í skemmunni setti lamir á hurðirnar og fl og Holla prjónaði en veðrið var svo leiðinlegt að við renndum snemma í bæinn sem gaf Hollu færi á góðum tíma í hesthúsinu og Nonni dundaði í Willys |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >