Fórum af stað í sveitina um hádegi á föstudaginn og stefnan var tekin í kartöflugarðinn. Uppskeran var ekki eins góð og á síðasta ári enda metuppskera þá.
Á laugardaginn fóru Nonni og Gummi í Heysholt að rúlla há, það var hávaðarok og fauk meirihlutinn af flekknum þannig að þetta voru ekki nema sjö rúllur. Holla flokkaði og gekk frá kartöflum og fór svo í tiltekt í frystikistunni í bústaðnum. Seinnipartinn renndum við á Botna og tókum nokkrar myndir af Gjafari en þau Víma komu til baka frá Blæ frá Torfunesi á fimmtudaginn. Sá hefur breyst heilmikið, hann hefur dökknað og er kominn með stjörnu sem ekki örlaði á þegar hann var minni - frekar skondið.
Gjafar hefur þroskast mikið, dökknað og er kominn með stjörnu
Sunnudagurinn fór í tiltekt í vélaskemmunni og að þrífa og ganga frá rúlluvélinni fyrir veturinn. Svo skoluðum við gúmmíbátinn og hengdum upp netin og Holla kláraði að flokka kartöflurnar í poka.
Magga og Bragi voru í Veiðivötnunum um helgina með Sigurjóni og Halldóru í Fellsmúla, það lágu þó nokkrir fiskar eftir ferðina sem þau flökuðu og vakúmpökkuðu í kjallaranum á Vindási. Annars var helgin bara róleg kúr og prjónaskapur á milli atriða.
|