13. mars 2011

posted Mar 13, 2011, 3:29 AM by Jón Pétursson
Við vorum seint á ferðinni á föstudagskvöldið en Holla hafði farið í afmæli til Önnu stjúpu sinnar fyrr um kvöldið. Snjóinn hafði skafið í grjótharða skafla í lægðum þannig að leiðindafærð var en við komumst samt í kotið.
Á laugardaginn fórum við yfir á Vindás og sóttum nýtt loftnet sem við fengum sent frá Ábótanum sem átti að laga tölvusambandið hjá okkur. Nonni fór svo á stóra Dýrinu til baka og hreinsaði skaflana en von var á Fanneyju okkar um hádegið og bíllinn hennar er ekki til stórræða í snjó. Nonni fór svo í að sjóða nýjar festingar fyrir ámoksturstækin sem hann hafði smíðað á taðkvíslina á Vindási.
 
 
Krókarnir fyrir ámoksturstækin komnir á kvíslina - búið að mála og allt
 
Við settum nýja loftnetið upp og tengdum og nú er netsambandið komið í fínt lag og veðurstöðin fara að senda upplýsingar aftur. Svo var farið í að setja líka nýtt loftnet á Vindási þar sem að sama vesenið hefur verið á netinu þar.
Fanney og Holla notuðu sprautuaðstöðuna í fjósinu til að mála verkefni sem Fanney hafði smíðað í skólanum og stússuðu svo í hrossunum og kindunum, sjá myndaseríu frá Fanneyju með því að smella hér.
 
Rólegar á því stelpur gæti Fanney verið að segja - gemsarnir eru sólgnir í hestanammi
 
Á sunnudaginn voru rólegheit fram undir hádegi svo fórum við í að ganga frá og komum svo við á Vindási því Aníta Eva sem er barnabarn Möggu og Braga á Vindási varð að fá að hitta Myrku vinkonu sína. Svo var farið í bæinn og náðum við yfir heiðina áður en veðrið versnaði að ráði.
 
 
Comments