13. maí 2009

posted May 14, 2009, 6:16 AM by Jón Pétursson   [ updated May 14, 2009, 6:39 AM ]
Við skruppum austur í dag til að sækja hey og hittist þannig á að síðasti gemsinn okkar, svartbotnótt gimbur ættuð frá Lækjarbotnum sem við nefndum Nínu, var akkúrat að bera.  Ekki gekk það nógu vel hjá henni þannig að Holla þurfti að hjálpa henni og dró stórt svart hrútslamb úr henni og hafið mikið gaman af að hjálpa sínum eigin gemsa.  Annars er sauðburðurinn langt kominn á Vindási, um 120 ær eru bornar.
 
Nína með sitt fyrsta lamb, stóran svartan hrút
 
Nonni mátti ekkert vera að því að standa í ljósmóðurstörfum því nóg var að gera í að skoða nýju rúlluvélina sem loks er komin austur, spurning hvort ekki verður að losa upp nokkrar rúllur og rúlla upp á nýtt til að prófa græjuna!
 
 
Nonni skoðar nýju rúlluvélina í hvern krók og kima